Kveikt í áramótabrennu ÍBV kl 17 á gamlársdag

31.des.2010  13:32
Í dag kl 17:00 verður kveikt í áramótabrennu ÍBV. Brennan er í gryfjunni fyrir ofan Hásteinsvöll. Einnig mun Björgunarfélag Vestmannaeyja vera með veglega flugeldasýningu á svæðinu. Stjórn og starfsfólk ÍBV íþróttafélags óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.