Fyrstu sameiginlegu æfingarnar voru í gær og í dag.

22.des.2010  13:41
Samstarf IBV og KFR er að taka á sig meiri og meiri mynd.  Fyrstu sameiginlegu æfingarnar fóru fram í gær og í dag. 3.flokkur karla og kvenna, Rangárhverfið og eyjahverfið æfðu saman.  Stúlkurnar mættu  til eyja í gær og náðu að taka eina æfingu.  Þá æfði Rangárhópurinn einnig snemma í morgun áður en haldið var heim.  Strákarnir mættu til eyja í morgun og æfðu í hádeginu.  Æfingarnar tókust vel enda æft við bestu aðstæður.  Í janúar er stefnt að því að hinir flokkarnir æfi saman.