Sandur og gúmmí komið á gervigrasið!

16.des.2010  14:00
Nú um helgina ljúka þeir störfum sem hafa verið að leggja grasið í nýja íþróttahúsið við Týs-heimilið. Meðal annars er búið að setja 40 tonn af sandi og 20 tonn af gúmmí yfir grasið, gera línur klárar og nú er verið að mála línur á hlaupabrautina.
Það er ekki laust við að margir séu komnir með fiðring í fæturna af spenningi fyrir nýja húsinu.