Nú styttist óðfluga í að nýja höllin verði klár. Við hjá IBV höfum fengið mikið af fyrirspurnum um það hvernig skóm sé best að æfa í á gerfigrasi. Við viljum því benda foreldrum og iðkendum á að best sé að vera í gerfigrasskóm eða fótboltaskóm með föstum hringlaga tökkum við iðkun sína í nýju höllinni. Þessar tegundir af skóm eru taldar valda minnstri meiðslahættu. Skórnir verða til sölu í Axel Ó eftir u.þ.b tvær vikur.