Um helgina var gengið frá því við fjóra leikmenn að ganga til liðs við IBV. Þettu eru þær Danka Podovac, Vesna Smiljkovic, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Birna Berg. Þær Berglind og Birna eru héðan ættaðar og má því segja að þær séu að flytja heim. Hinar tvær koma frá Serbíu en þær hafa verið hér á landi undanfarin ár og spilað í úrvalsdeild við góðan orðstír. Berglind er framherji, Birna er markvörður, Danka er miðjumaður og Vesna er kantmaður. Til stóð að reyna láta duga að fá til félagsins fjóra leikmenn en þar sem leikmannahópur IBV er ekki breiður er því gott að fá þennan liðsstyrk til að geta haldið úti bæði meistara og 2.flokki félagsins. Félagið mun reyna að fá til sín 1-2.leikmenn til viðbótar.