Heiðursviðurkenningar hjá knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands.

15.nóv.2010  18:00
Um helgina var haldin 40.ára afmælishátið knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.  Í því tilefni voru veittar heiðursviðurkenningar fyrir góð störf í þágu knattspyrnunnar.  5.eyjamenn voru heiðraðir.  Gísli Magnússon og Viktor Helgason voru sæmdir gullmerki félagsins og þeir Sigurlás Þorleifsson, Heimir Hallgrímsson og Jón Ólafur Daníelsson voru sæmdir silfurmerki félagsins.  Þá kom fram að Gísli Magnússon og Viktor Helgason eru í hópi stofnenda félagsins.  Einn eyjamaður Kjartan nokkur Másson var sæmdur gullmerkinu fyrir þremur árum.
IBV óskar þessum félögum til hamingju.