Eina sem skyggði á var að menn hefðu viljað geta haft Landeyjahöfn. En því miður þurfti að sigla til og frá Þorlákshöfn og þurfti því að þétta mótið mikið til að koma öllum leikjum fyrir. Einnig hefðu fleiri foreldrar komið með ef Landeyjahöfn hefði verið opin.
Forráðamenn íþróttahúsins vildu koma því á framfæri að umgengni keppenda hefði verið til fyrirmyndar og krakkarnir mjög kurteisir. En það var þó hart tekist á innan vallarins eins og lög gera ráð fyrir. Greinilegt er að iðkendum hefur farið mikið fram og sáust oft glæsileg tilþrif.
Ljósmyndirnar eru frá Bjarna Þór.