Styttist í lokahófið

30.sep.2010  13:35
Á næsta laugardag verður sumarið gert upp hjá Í.B.V-íþróttafélagi. Félagið býður öllum þeim sem hafa komið að starfinu á einn eða annan hátt til matarveislu, verðlaunaafhendingar og á dansleik. Ef þú hefur unnið fyrir félagið skaltu drífa í því að ná í miða í Týsheimilinu. Athugið að frítt er á ballið til kl 1 og verður ,,happy hour" milli 12 og 1. Eftir kl 1 kostar 1500,- inn og gildir þá einu hvort þú varst á lokahófinu og ætlar út í millitíðinni. Hægt er að sjá matseðil kvöldsins með því að smella á ,,meira". Það er ÍBV í samstarfi við Ölgerðina, Einsa kalda og Höllina sem býður til þessa glæsilega kvölds.
Sumarlok Í.B.V-íþróttafélags
Matseðill
 
 
Ferskt salatbeð með rómin og lollo rossó, jarðaberjum, bláberjum mozzarella og parmaskinku
 
 
Djúpsteiktur steinbítur í bjórtempura, borinn fram með sesam-soyja dressingu
 
 
Humarsamloka Einsa Kalda með parmaskinku, portóbelló sveppum og sinnepssósu
 
 
Kjúklingabitar í rósmarín-sítrónusósu ásamt hrísgrjónum
 
 
Svínapurusteik með sykurbrúnuðum kartöflum grænmeti og hvítvínssósu