ÍBV og Ölgerðin framlengja samning

20.sep.2010  09:06
Í leikhléi í leiknum í gær undirrituðu fulltrúar Ölgerðarinnar og ÍBV-íþróttafélags nýjan 5. ára samning. Ölgerðin og ÍBV hafa starfað saman í tæp átta ár og er þessi undirritun ÍBV mikils virði nú í dag. Ölgerðin er stærsti styrktaraðili félagsins og þó að rúm tvö ár séu eftir af núgildandi samning, var það vilji beggja að framlengja samninginn á þessum tímapunkti. Ölgerðin kemur að félaginu á flestum stöðum með myndarlega styrki, þó er samstarfið mest í kringum þjóðhátíðina. Þar sér Ölgerðin um alla markaðssetningu og gerir það í alla staði frábærlega og metum við það mikils í þessum nýja samning. Einnig er söluaukning á vörum Ölgerðarinnar í Eyjum okkur mikilvæg, því þar sést best hvernig Eyjamenn virða það hverjir styrkja félagið sem við viljum öll svo vel.
 Ölgerðin er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins og ÍBV er eitt öflugasta íþróttafélag landsins og fer því vel á þessu samstarfi.
 Það voru þeir Páll Scheving varaformaður ÍBV-íþróttafélags og formaður þjóðhátíðarnefndar og Tryggvi Már Sæmundsson framkvæmdastjóri sem skrifuðu undir fyrir hönd ÍBV og Andri Þór Guðmundsson forstjóri og Gunnar B. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri markaðssviðs sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Ölgerðarinnar.