Kvennaliðið okkar í fótbolta gerði góða ferð til Þorlákshafar í gær er þær léku úrslitaleikinn í 1.deild gegn Þróttarstúlkum. IBV lék gegn sterkum vindi í fyrri hálfleik og náðu að halda markinu hreinu. Í seinni hálfleik náði Hlíf Hauksdóttir forystu fyrir IBV er hún skoraði beint úr hornspyrnu. Þróttar stúlkur jöfnuðu aðeins tveimur mínútum síðar eftir mikið kæruleysi í liði IBV. Lerato skoraði svo fyrir okkar stúlkur með skoti úr aukaspyrnu af um 30.m færi. Undir lok leiksins fékk IBV réttilega dæmda vítaspyrnu sem Lerato skoraði úr. Sigurinn var því okkar og íslandsmeistaratiltill í höfn.
Móttökurnar á Herjóflsbryggju voru stórkostlegar flugeldasýning og full bryggja af fólki sem fagnaði með stúlkunum. Þetta er annar íslandsmeistaratitill stúlknana á þessu ári en í vetur urðu þær íslandsmeistarar innanhús. Einnig komust þær í undanúrslit bikarsins. Frábært ár hjá þessu frábæra liði.