Stórsigur hjá stelpunum.

21.ágú.2010  17:07
Fótboltastelpurnar unnu stórsigur á Selfyssingum í dag 6-0 í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins.  Það er því ljóst að IBV mun mæta Keflavík í umspili um sæti í efstu deild.  Staðan í hálfleik í dag var 3-0 með mörkum frá Kristínu Ernu 2. og Edda María gerði 1.  Í seinni hálfleik fullkomnaði Kristín þrennu sína með glæsilegu marki, Edda gerði sitt annað mark í leiknum og Elísa skoraði með skalla eftir hornspyrnu. 
Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram í Keflavík næsta laugardag kl. 14.00.  Það væri gaman að sem flestir sæju sér fært að nota bættar samgöngur og fjölmenna á leikinn í Keflavík. 
Mætum í Keflavík og styðjum stelpurnar til sigurs.