Breiðablik - IBV

18.ágú.2010  10:36
Líklegast voru jafntefli sanngjörn úrslit í leik toppliðina á mánudaginn var, þó svo að okkar menn hefðu með smá heppni geta komist í 2-0 í byrjun síðari hálfleiks, en í staðinn jöfnuðu blikar metin eftir 65 mín leik og eftir það var ekki mikið um færi þó svo í blálokin hafi farið um eyjamenn.
 
Eitt stig í Kópavogi er alls ekki slæmt og heldur okkur á toppnum en stuðningsmenn spiluðu stóran þátt í þessu stigi og frábær stuðningur allan leikinn smitaðist út til leikmanna. Enda var sett nýtt áhorfendarmet og sýnir það bara hversu margir eru tilbúnir til að fylgja strákunum í bárattunni sem er framundan.
 
En framundan er ekki síður mikilvægur leikur gegn Grindavík, þar sem það eru alveg jafn mörg stig í boði og í síðasta leik.