Eyjastelpurnar búnar að vera frábærar.

07.júl.2010  10:20
Þessar eyjastelpur eru búnar að vera frábærar segir Þorlákur Árnason þjálfari U-17 ára landsliðs íslands í knattspyrnu er hann var inntur eftir frammistöðu þeirra Sisí Láru og Svövu Töru.  Íslenska liðið er búið að spila tvo leiki í norðurlandamótinu. Þær byrjuðu á því að sigra Finna 1-0 en töpuðu svo gegn frábæru liði Þjóðverja 1-0.  Svava Tara var ótrúleg í gær hún tók besta leikmann Þjóðverja og pakkaði henni saman.  Þessi leikmaður er álitinn besti leikmaður keppninar en gat ekkert gegn Svövu.  Sísí var mjög sterk á miðjunni og átti gott skot sem fór rétt yfir mark Þjóðverjana þar munaði litlu að við jöfnuðum sagði eyjamaðurinn Láki.  Íslenska liðið fær frí í dag og leikur svo á fimmtudag gegn Svíum.  Á laugardag er svo leikið um sæti.