Góð ferð austur hjá fótboltastelpunum.

18.jún.2010  10:41
Kvennalið IBV lék tvo leiki fyrir austan á miðvikudag og fimmtudag.  Fyrst var leikið gegn Hetti frá Egilstöðum og sigruðu okkar stúlkur 6-1 eftir að hafa lent undir um miðjan fyrri hálfleik.  IBV jafnaði leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.  Mörkin gerðu: Þórhildur 2, Lerato, Hlíf 2 og  Bryndís Jónsdóttir sem er á yngra ári í 3.flokki.  Bryndís gerði síðasta mark leiksins sem var afar glæsilegt.
Á fimmtudag var svo leikið á Eskifirði gegn Fjarðabyggð en þar er Páll nokkur Guðlaugsson við stjórnvölin.  Okkar stúlkur lentu aftur undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í hag fyrir leikhlé með mörkum frá Söru Rós og Kristínu Ernu.  Í seinni hálfleik skoruðu svo Þórhildur og Kristín sitthvort markið og lokatölur því  4-1 fyrir IBV.  Næsti leikur hjá stelpunum er hér heima á mánudag er IR kemur í heimsókn.