Góð mæting var á fyrsta heimaleiknum og var stemmingin hjá stuðningsmönnum frábær sem gefur góð fyrirheit á heimaleikjum sumarsins. Liðið hefur sýnt mikil framför frá tapleiknum við Fram í fyrstu umferð deildarinnar. Á sunnudaginn sl. lék liðið við Breiðablik á Hásteinsvelli í bráðskemmtilegum leik sem endaði 1-1.
ÍBV og KR eiga nokkra leiki að baki í bikarnum. Rifjum aðeins upp nokkra skemmtilega leiki:
Tólf Bikarleikir
ÍBV hefur leikið 12 leiki við KR í Bikarkeppninni, síðast árið 2006. KR hefur sigrað í þremur leikjanna, Eyjamenn í sex leikjum en þrivsar hafa félögin skilað jöfn. Markatalan er 18-15 Eyjamönnum í hag.
ÍBV leik við KR í úrslitaleik í bikarnum árið 1968 en þar sigruðu Eyjamenn 2-1 með mörkum frá Sigmari Pálmasyni og Vali Andersen.
ÍBV hefur einu sinni áður mætt KR á þessum degi ársins 2. júní en þá unnu Eyjamenn að sjálfsögðu 1-0 á KR-vellinum.
Árið 1996 vann ÍBV-KR 1-0 í undanúrslitum á Hásteinsvelli. Bjarnólfur Lárusson skoraði úr vítaspyrnu. Í þeim leik var Tryggva Guðmundsyni leikmanni ÍBV vísað af leikvelli undir lok leiksins.
Árið 1997 vann ÍBV-KR 3-0 í undanúrslitum aftur á Hásteinsvelli. Sigurvin Ólafs skoraði þá 2 mörk og Tryggvi Guðmunds 1.
Árið 1998 vann ÍBV-KR 1-0 í átta lið úrslitum á Hásteinsvelli en og aftur. Markið skoraði Kristinn Hafliðason.
ÍBV unnu þarna KR-inga í bikarleik í Eyjum, þrjú ár í röð. Athyglivert er að allir þessir leikmenn sem skorðu fyrir ÍBV áttu eftir að spila með liði KR.
2006 tapaði ÍBV 5-4 í vítarspyrnukeppni við KR í átta liða úrslitum. En Bjarni Hólm kom ÍBV yfir í þeim leik, en Björgólfur Takefusa jafnaði leikinn sem fór 1-1 en endaði með vítaspyrnukeppni.
ÍBV hefur orðið bikarmeistarar 4 sinnum: 1968, 1972, 1981 og 1998.
Við hvetjum fólk að mæta í hvítu á leikinn á morgun, halda áfram góðum stuðiningi við strákanna sem ætla sér langt í öllum keppnum sumarsins. Byrjum sjómannahelgina með góðum sigri á KR.
ÁFRAM ÍBV....
Spjall við Finn Ólafsson á fréttamiðlinum
www.eyjar.net um leikinn og ÍBV má lesa
hér.