ÍBV-íþróttafélag og tryggingafélagið Sjóvá skrifuðu um helgina undir samning þess efnis að Sjóvá kemur myndarlega að barna- og unglingastarfi ÍBV næstu þrjú árin. ÍBV-íþróttafélag er mjög ánægt með að ná samningum við Sjóvá með áherslu á yngri flokka félagsins. Sigurjón Andrésson markaðstjóri Sjóvá og Sigurður Bragason þjónustustjóri Sjóvá í Vestmannaeyjum skrifuðu undir samninginn fyrir hönd Sjóvá og Tryggvi Már Sæmundsson framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags skrifaði undir fyrir hönd ÍBV.
Sjóvá hefur undanfarin 8 ár stutt vel við bakið á félaginu og með þessum samningi er sá stuðningur framlengdur um 3 ár. Sjóvá er stolt af því að taka þátt í þessu frábæra starfi sem ÍBV íþróttafélag vinnur ár hvert. Félagið sé að aðstoða ungt fólk að þroskast og dafna á heilbrigðan hátt, það er eitthvað sem Sjóvá vill taka þátt í.