Kvennalið IBV lék tvo leiki í Faxaflóamótinu um síðustu helgi. Fyrst var leikið gegn FH og sigruðu FH stúlkur 2-0. IBV fékk fékk fjögur marktækifæri einn gegn markmanni en ekki náðist að nýta þau færi. Seinni leikurinn var gegn Haukum og endaði 0-0. Okkar stúlkur voru mun sterkari í leiknum en eins og gegn FH nýttust ekki færin í leiknum og því niðurstaðan þessi. Reyndar skoraði IBV mark seint í leiknum en aðstoðardómarinn veifaði rangstöðu sem engin var. Næsta verkefni liðsins er 12.Mars en þá hefst Lengjubikarinn. Fyrstu leikirnir verða gegn IR og Keflavík.