Það hefur ekki farið framhjá neinum sem að fylgjast með yngri flokkum í fótbolta að þar hefur verið erfitt að manna flokkana í þjálfun. IBV auglýsti eftir þjálfurum en ekkert bauðst. IBV tók á það ráð að leita erlendis og hefur nú fengið þjálfara frá Englandi. Drengurinn heitir Michael White og er 41.árs. Mick eins og við köllum hann hefur þjálfað hjá Newcastle, einnig hefur Mick þjálfað á Möltu og í Bandaríkjunum. Mick tekur að sér þjálfun í 3,6 og 7.flokki drengja og 4.flokk kvenna. Honum til aðstoðar í þessum flokkum verður eyjamaðurinn Þorsteinn Þorsteinsson en hann er fluttur heim og verður út sumarið með Mick. IBV og Newcastle er í viðræðum um gott samstarf þar sem IBV bíðst að senda út bæði þjálfara og leikmenn IBV nánast að kostnaðarlausu.