Ibv stelpurnar héldu til Reykjavíkur um helgina og spiluðu þar við H.K. Seinkun var á flugi og komust eyjastúlkur í hús 30 mínútum fyrir leik, þannig að upphitunin var stutt í þetta skiptið.Þetta var síðasti leikurinn fyrir jól í mfl.
Leikur hófst frekar rólega og leiddi IBV allan leikinn, hálfleikstölur 20:10 þannig að allt stefndi í sigur, frábær markvarsla Vigdísar og sendingar fram á Guðbjörgu glöddu augað, Lokatölur urðu 38-25 stórsigur Ibv stelpna sem voru að spila mjög vel í þessum leik. Yngri stelpurnar fengu allar að spreyta sig og má nefna það á tímabili voru 4, 15 ára stelpur inná og stóðu sig mjög vel, góð reynsla fyrir þær.
Ekki er hægt að nefna einhverja eina sem var að standa uppúr þar sem þetta fyrst og fresmst sigur liðsheildarinnar. Markaskorarar: Guðbjörg 8, Kristrún 6, Aníta 7 Rakel 3, Sísí Lára 3, Hekla 3, og Anna María 7, og Heiða 1 mark hver, Markmennirnir Vigdís og Berglind skiptu á sig hálfleiknum og voru þær að standa fyrir sínu