Styttist í lokahóf ÍBV

30.sep.2009  09:11
Nú líður að lokahófinu sem verður haldið í Höllinni á föstudagskvöld. Húsið opnar klukkan 19.30 og hefst borðhald kl. 20.00. Sérstakir heiðursgestir á hófinu verða Íslandsmeistararnir frá 1979. Þá verða sýndar glefsur úr nýrri heimildarmynd sem verið er að vinna að um mestu velgengnis ár ÍBV í knattspyrnunni. Þ.e árin 1997-1998. Auk þessara atriða verða hefðbundnar verðlaunaafhendingar. Þetta endar svo allt með dansleik þar sem Siggi Hlö sér um að þeyta skífum. ÍBV- íþróttafélag bíður öllum þeim sem komið hafa að starfi félagsins á einn eða annan hátt í sumar á lokahófið. Miða á hófið er hægt að nálgast í Týsheimilinu fyrir hádegi á fimmtudag. Hægt er að sjá matseðillinn frá Einsa kalda með því að smella á ,,Meira". 
Lokahóf Í.B.V. 2009
 
Ruccola og lollorossó salat, með mandarínum, bacon, höfðingjaosti og engiferdressingu
 
 
Djúpsteiktar rækjur, bornar fram með lime og chili kryddaðri ostrusósu
 
 
Fennel og kóriander grafin klaustursbleikja á briochebrauði ásamt hunangs og sinnepsdressingu
 
 
Engifer kryddaður þorskhnakki, ásamt cous-cous, rúgbrauðskexi og engifersósu
 
 
Sítrónu og rósmarín kryddaðar kjúklingabringur og paramessan krydduð hrísgrjón borið fram í sítrónusósu
 
 
Villisveppakryddað lambalæri, grænmetisgratin, ostafylltar kartöflur og villisveppasósa