Knattspyrnuskóli IBV

03.jún.2009  13:42
Knattspyrnuskóli IBV verður starfræktur í sumar.  Stefnt er að því að halda þrjú tveggja vikna námskeið sem hvert og eitt kosta 3.000 kr.  Fyrsta námskeiðið hefst 8.Júní.  Námskeiðin eru fyrir 4-7.flokk.  4.og 5.flokkur verða frá 11.00-12.00 og 6. og 7.flokkur frá 14.00-15.00.  Kennt verður fyrstu fjóra daga vikunnar á Týsvelli.  Skólastjórar verða Viðar Örn Kjartansson og Ingi Rafn Ingibergsson.  Skráning fer fram í síma 8691910.  Fjöldi er takmarkaður við 20 í eldri hóp og 30 í yngri hóp.