Eyjapeyjarnir héldu uppteknum hætti frá Fjölnisleiknum í síðustu viku og unnu sannfærandi sigur á Grindvíkingum í gærkvöldi 3-1. ÍBV lyfti sér upp í 8.sæti Pepsi deildarinnar með sigrinum. Það var Gauti Þorvarðarson sem kom ÍBV á bragðið með stórglæsilegu marki á 22.mínútu. Chris Clements sendi boltann á fyrirliðann Andra Ólafsson sem lagði boltann skemmtilega fyrir Gauta sem tók boltann á lofti, með vinstri og smellti honum í hornið án þess að markvörður gestanna svo mikið sem hreyfði sig.
1-0 fyrir ÍBV í hálfleik. Í síðari hálfleik náðu Eyjamenn betri tökum á leiknum og héldu aftur af gestunum sem náðu ekki að skapa mörg færi. Á 66. mínútu bætti ÍBV við öðru marki. Matt Garner tók þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Andri Ólafsson náði til knattarins inn í teig, lagði hann fyrir Ajay Leight Smith sem afgreiddi boltann snyrtilega í fjærhornið. Sigurinn innan seilingar en á 87.mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu sem Gilles Ondo skoraði úr en vítabaninn Albert Sævarsson kom engum vörnum við að þessu sinni. En það var enn tími fyrir eitt mark enn, Viðar Örn Kjartansson skoraði það á síðustu mínútu leiksins eftir laglegan undirbúning frá Pétri Runólfssyni.
Glæsilegur sigur og kærkominn á Hásteinsvelli. Peyjarnir sýndu flotta baráttu í leiknum og uppskáru eftir því.
Liðið: Albert Sævarsson, Pétur Runólfsson, Andrew Mwesigwa, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner, Chris Clements, Yngvi Magnús Borgþórsson, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ajay Leight Smith, Gauti Þorvarðarson.
Skiptingar:
Arnór Eyvar Ólafsson fyrir Gauta Þorvarðarson (69)
Viðar Örn Kjartansson fyrir Ajay Leight Smith (79)
Augustine Nsumba fyrir Þórarinn Inga Valdimarsson (81)
Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson.