Áskorun frá IBV-Íþróttafélagi

02.apr.2009  08:24
Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags skorar á stjórnvöld að standa við fyrri áform um að hækka styrk í ferðasjóð ÍSÍ í 90 milljónir eins og ákveðið hafði verið. Slíkur styrkur er fyrst og fremst styrkur við heimilin í landinu.

Greinagerð:
Það þarf ekki að taka fram hversu mikið framfara spor það var þegar þessi sjóður var settur á laggirnar. Sérstaklega fyrir landsbyggðafélögin og sem dæmi var ferðakostnaður ÍBV-íþróttafélags 54 milljónir á síðasta ári. Mikilvægt er að hið opinbera standi við fyrri yfirlýsingar og sýni þar með skilning á því mikilvæga hlutverki sem íþróttahreyfingin sinnir.