Gífurleg aðsókn á Þjóðhátíð, 26 ný hústjöld.
25.júl.2008 17:48
Svo virðist, sem gífurleg aðsókn sé að Þjóðhátíðinni í ár. Örfá sæti eru laus í ferð til Eyja fyrir hátíðina. Skv. upplýsingum flutningsaðila, er allt að seljast upp. Þá er ljóst að heimamenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja, hjá Eyjablikk og Seglagerðinni Ægi er verið að vinna í 26 nýjum hústjöldum af stærri gerðinni frá 14-17 fermtr. Greinilegt að fjölskyldur eru í æ ríkari mæli að slá saman í ný og stærri tjöld. Þetta er mjög ánægjuleg þróun, þjóðhátíðarnefnd hefir einnig lagt sitt af mörkum með því að stórbæta tjaldsvæði hvítu tjaldanna.