Einkaleyfi: ÍBV-Íþróttafélag á nú nafnið "Húkkaraball"

21.ágú.2007  09:53
ÍBV-Íþróttafélag sótti fyrir skemmstu um einkaleyfi á þremur nöfnum/orðum er tengjast Þjóðhátíðinni. Í fyrsta lagi ,,Þjóðhátíð", í öðru lagi ,,Brekkusöngur" og í þriðja lagi ,,Húkkaraball". Fyrstu tveimur nöfnunum var hafnað en ,,Húkkaraball" var samþykkt. Þetta er gert í gamni sem og alvöru, enda eru þessi þrjú nöfn stór hluti af Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem ÍBV heldur ár hvert. Því er mikilvægt að reyna eins og hægt er að halda í þær hefðir sem skapast hafa hér, og að aðrir geti ekki notað þessi nöfn eða orð, í markaðsfræðilegum tilgangi.

Megi húkkið lukkast vel á Húkkaraballinu á Þjóðhátíð árið 2008.