SVAR ÓSKAST ! Nú liggur á.

20.ágú.2007  14:41

Eftirfarandi bréf var sent 26.júní s.l. :

Vestmannaeyjabær

b.t. Elliða Vignissonar, bæjarstjóra

Ráðhúsinu

900 Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjum, 26. júní 2007

Varðar: Stöðu knattspyrnuhúss í Vestmannaeyjum.

Undirritaður formaður ÍBV-Íþróttafélags óska hér með eftir upplýsingum varðandi stöðu mála vegna byggingar á knattspyrnuhúsi.

Vísað er til fundar með þér og formanni bæjarstjórnar, Gunnlaugs Grettissonar í byrjun maí mánaðar sl.

Á þeim fundi kom fram frá hendi bæjarins að til reiðu eru kr. 100.000.000.- til að byggja knattspyrnuhús.

Skýrt kom fram frá hendi ÍBV-Íþróttafélags á ofangreindum fundi að miðað við það fjármagn sem Vestmannaeyjabær hyggst leggja í knattspyrnuhús á næstu þremur árum þá teldi ÍBV-Íþróttafélag rétt að Vestmannaeyjabær hæfi byggingu knattspyrnuhúss í samræmi við tillögu 3. Miðað við fjárhagslegar forsendur kostnaðar skv. tæknideild Vestmannaeyjabæjar ættu þessir fjármunir að duga til að leggja gervigrasvöll og reisa veggi umhverfis sem yrðu síðan undirstaða undir stálgrindahús þegar fjármagn lægi fyrir. Þá væri líklega fjárhagslega mögulegt að setja upp lýsingu við völlinn.

Á fundinum kom fram að Vestmannaeyjabær vildi skoða málin betur með tæknideildinni og er hér með óskað eftir því hvort að niðurstaða liggi fyrir frá hendi Vestmannaeyjabæjar varðandi málið.

Virðingarfyllst,

Jóhann Pétursson

Formaður ÍBV-Íþróttafélags