ÍBV hefur ákveðið stytta Shellmótið á næsta ári um einn dag þannig að
því ljúki á laugardegi í stað sunnudags en þess í stað þjappa
dagskránni betur saman. Að sögn Einars Friðþjófssonar, framkvæmdastjóra
Shellmótsins, er undirbúningur fyrir mótið sumarið 2008 þegar hafinn og
hefur verið samið við Steve Coppell, knattspyrnustjóra Reading í ensku
úrvalsdeildinni að vera heiðursgestur mótsins.
Hann mun m.a.
halda fyrirlestur fyrir þjálfara og heilsa upp á peyjana. Ívar
Ingimarsson, leikmaður Reading, verður með Coppell í för. Einar segir
að breytingarnar á Shellmótinu miðist við breyttar kröfur nútímans en
aðallega hefur verið kvartað yfir því að mótið sé of langt. Með þessu
fyrirkomulagi geta gestir farið heim þegar á laugardagskvöldi.
Tekið af www.visir.is