Landslið á Þjóðhátíð

07.jún.2007  09:34

Það lítur út fyrir að landslið poppara og skemmtikrafta muni hressa upp á stemninguna á hátíðinni í sumar. Nú þegar hafa tekist samningar viða bestu hljómsveitir landsins. Í svörtum fötum og Á móti sól munu verða aðalböndin á Brekkusviði.

Á Tjarnarsviði munu Dans á Rósum og Hálft í hvoru leiða stuðið, á sunnudagskvöldinu munu hinir fjallhressu Logar koma fram á kvölskemmtun og bæta í eftir miðnætti á Tjarnarsviði.

Aðaltónleikar laugardags verða með hinum frábæra og sívinsæla Stefáni Hilmarssyni og félögum. Rottweiler munu koma taka "gigg" eftir brennu aðfararnótt laugardags. Verið er að vinna í frekari samningum við nokkur af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistar í dag.

Þá eru ótaldir ýmsir frábærir skemmtikraftar. Nánar verður sagt frá því síðar.

Útlit er fyrir stóra Þjóðhátíð í ár ef marka má mikla eftirspurn nú þegar. Mikið er pantað og ótrulega margar fyrirspurnir eru í gangi þessa dagana.