Vetrarlok 2007

25.apr.2007  11:06
Vetrarlok ÍBV Íþróttafélags verða í Höllinni n.k. mánudag 30. apríl, og hefjast kl 20.00. Velunnarar og styrktaraðilar félagsins eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Félagsfólk hefir ýmislegt til að gleðjast yfir, eftir vetrarstarfið, frábær árangur 4. flokks kvenna stendur upp úr svo og endurheimt mfl. karla á efstu deildarsæti.
Dagskrá lokahófs verður með hefðbundnum hætti, hefst með borðhaldi og síðan verður ýmislegt gert til skemmtunar.
ÍBV Íþróttafélag.
Matseðill kvöldsins frá Grími Kokk:

ÍBV-slútt 30.4.2007

Ø Pönnusteikt blálanga með vínberjum og gráðostasósu

Ø Brasseraður skötuselur með ostahjúp

Ø Confiteldaður þorskhnakki með ristuðu grænmeti og rjómasinnepssósu

Ø Marineraðar kjúklingabringur fylltar með sólþurrkuðum tómötum og rjómaosti með púrtvínssósu

Ø Léttreyktur svínahamborgarahryggur með sykurgljáðum kartöflum og rauðvínssósu