Vetrarlok 30. apríl.

17.apr.2007  09:45

Vetrarlok ÍBV Íþróttafélags verða 30. apríl n.k. í Höllinni. Skemmtunin verður með hefðbundnum hætti. Allir stuðningsmenn og velunnarar félagsins eru sérstaklega boðnir velkomnir. Slegið verður upp kvöldverðarhlaðborði og ýmislegt verður til skemmtunar. Fréttir hafa borist af ungum karlmönnum með kvikmyndavélar víðs vegar um bæinn. Þar munu vera á ferðinni mfl. karla að gera heimildarmynd um vetrarstarfið, í léttum dúr.

Dregið verður úr "Pepsipottinum" ferð fyrir tvo á Man.U., Magnús Bragason mun verða með létt fjáröflunarstuð. Fréttir munu veita sínar árlegu viðurkenningar "Fréttabikarinn", einnig aðrar hefðbundnar viðurkenningar. ÍBV Íþróttafélag hvetur félaga til þátttöku í vetrarlokum 2007.