Sigur og tap í handboltanum.

14.mar.2007  10:25

Bæði mfl. liðin léku í gærkvöld. Stelpurnar fengu Val í heimsókn. Framan af leik var mikið jafnræði með liðunum, við vorum einu marki undir í hálfleik. Valsstelpur keyrðu upp hraðann í byrjun s. h. og lögðu grunn að níu marka sigri 29-20. Við Eyjamenn getur verið sátt við frammistöðu okkar liðs. Elísa Sigurðardóttir lék með liðinu í þessum leik. Hún á heiður skilinn fyrir að koma til leiks nú þegar erfiðleikar steðja að kvennaliðinu.

Strákarnir léku gegn Haukum tvö og náðu fljótt afgerandi forystu. Lokastaðan 32-22. Mfl. karla stendur mjög vel að vígi í 1. deildinni., er sem stendur í öðru sæti þrjú stig á næsta lið og leik til góða. Bæði karla- og kvennaliðin leika á útivelli á laugardag gegn Gróttu.