Bibbi ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags

13.feb.2007  17:37

ÍBV-íþróttafélag hefur ráðið Friðbjörn Ólaf Valtýsson, eða Bibba eins og hann er betur þekktur, sem framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu af Páli Scheving Ingvarssyni sem þó verður honum innan handar næstu mánuði.

Bibbi er íþróttahreyfingunni í Vestmannaeyjum að góðu kunnur fyrir ötult starf innan hennar um langt árabil. Hann rak lengi þvottahúsið Straum en hefur nú á seinni tímum m.a. verið umsjónarmaður fyrir fasteignafélagið Fasteign hf.

„ÍBV-íþróttafélag fagnar því að fá þennan hörkuduglega dreng til starfa fyrir félagið. Bibbi mun hefja störf á næstu dögum en fráfarandi framkvæmdastjóri, Páll Scheving, mun verða honum til aðstoðar fram yfir Þjóðhátíð 2007,“ sagði Jóhann Pétursson, formaður ÍBV-íþróttafélags.

Tekið af eyjar.net.