Aðalstjórn virðir vilja fulltrúa handboltans til sátta sem og annara sem lagt hafa hugmyndir fyrir stjórnina, en telur að nú sé tími til kominn að undirbúa Þjóðhátíð, sem er mikilvægasta fjáröflun félagsins og stolt allra bæjarbúa.
Það er ótrúlega mikilvægt að báðar deildir skili því vinnuframlagi sem til er ætlast, sem verður greitt með sama hætti og áður. Höldum því Þjóðhátíð í friði og spekt og setjumst niður að henni lokinni og ræðum málin, því hún er fyrst og fremst mikilvæg fyrir barna- og unglingastarf félagsins.
Aðalstjórn gerði tilraun til sátta á fundi sínum 11. júlí 2022, þar sem hún ákvað að frá og með þeim degi verði ákvörðun stjórnar frá 15. mars 2022 um tekjuskiptingu milli deilda frestað.
Með von um jákvæð viðbrögð og gleðilega Þjóðhátíð.