Fjórar frá ÍBV á æfingar hjá U-15 KSÍ

13.feb.2019  13:23

Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari U-15 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu hefur valið úrtakshóp sem kemur saman helgina 22.-24.febrúar n.k.
Lúðvik valdi fjóra leikmenn frá ÍBV eða þær, Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur, Þóru Björgu Stefánsdóttur, Helenu Jónsdóttur og Bertu Sigursteinsdóttur.
Æft verður bæði í Kórnum og Egilshöll.  Æfingar þessar eru liður í undirbúningi að vali fyrir lokhaóp U-15 ára landsliðsins.

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur