Þrettándinn álfa og tröllahátíð

Þrettándagleðin  verður haldin föstudaginn 3. janúar 2020
          
Komin er nokkurra ára hefð fyrir því að halda þrettándagleði ÍBV um helgi. Þetta hefur gefist vel og er hátíðin farin að lokka aukin fjölda gesta til Eyja til ánægju og hagsbóta fyrir hátíðina og samfélagið allt. Undanfarin ár hefur þessi hátíð verið nokkur konar bæjarhátíð sem stendur alla helgina og hafa margir komið að hátíðinni með ÍBV íþróttafélagi t.d. matsölustaðir, verslanir og Vestmannaeyjabær.
 
Vestmannaeyjabær auglýsinr dagskránna þegar nær dregur en undanfarin ár hefur hún hafist á grímuballi Eyverja kl. 15:00 á föstudeginum og staðið fram eftir degi á sunnudag.
 
Fyrirtæki og einstaklingar, sem áhuga hafa á því að koma að dagskránni með einum eða öðrum hætti eru hvattir til að hafa samband við Vestmannaeyjabæ. postur@vestmannaeyjar.is.