Æfingagjöld

Æfingagjöld 2018

Allar leiðbeiningar um skráningu er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins ibvsport.is eða með því að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu.

Æfingagjöldin 2018 eru ekki hækkuð frá fyrra ári. Aðeins er eitt gjald greitt til félagsins fyrir að æfa handknattleik og knattspyrnu við mjög góðar aðstæður. 

En skráningin fer fram á siðunni ibv.felog.is

Æfingagjöldunum er aldursskipt og er skiptingin tengd ferðakostnaði og æfingafjölda.

5-6 ára frítt (árg. 2012 og 2013)

7-10 ára 67.154 kr. árgjald (árg. 2008 - 2011)

11-12 ára 70.352 kr. árgjald (árg. 2006 og 2007)

13-16 ára 73.604 kr. árgjald (árg. 2002 - 2005)

 

      Systkinaafsláttur verður áfram að undanskildu því að hann reiknast ekki hjá 5-6 ára börnum

            Séu 2 systkini að æfa reiknast 15% afsláttur af gjöldum beggja barna. (kemur þegar seinna barn er skráð)

            Séu 3 systkini að æfa reiknast 50% afsláttur hjá því barni. * (skráið sjálf 2 eldri börn og hafið síðan samband)

            Séu 4 systkini að æfa reiknast 70% afsláttur hjá því barni. * (skráið 2 elstu börnin og hafið síðan samband)

                * þegar 3 börn æfa er það yngsta barnið sem reiknast þriðja barn og það sama á við það  fjórða það verður yngsta barn, og minnt er á að systkinaafsláttur reiknast ekki hjá 5-6 ára börnum. Til þess að ganga frá skráningu/greiðslu fyrir 3 og 4 barn er nauðsynlegt að hafa samband við skrifstofu félagsins 481-2060.

 

Innifalið eru æfingar bæði í handknattleik og knattspyrnu, ÍBV treyja fylgir með annað hvert ár.  ÍBV greiðir einnig ferðakostnað í öll mót með Herjólfi hjá öllum flokkum. Þá fá börn sem æfa hjá félaginu frítt á alla meistaraflokksleiki félagsins.

 

Frístundastyrkur

Vestmannaeyjabær býður upp á 25.000 kr. í frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 2 - 16 ára.

Markmið og tilgangur frístundastyrksins er:

  • að styrkja 2 - 16 ára börn í Vestmannaeyjum til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag
  • að ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku 2 - 16 ára barna
  • að vinna gegn óæskilega brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda
  • auka virkni í frístundartíma barna

 

Til þess að sækja um frístundastyrkinn þarf að fylla út þar til gert eyðublað og skila á bæjarskrifstofurnar ásamt kvittun fyrir æfingagjöldum, einnig er hægt að senda það á tjonustuver@vestmannaeyjar.is