Clara í lokahóp U-17 hjá KSÍ

27.ágú.2018  15:52

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu U-17 valdi í dag lokahóp sinn fyrir undankeppni EM 2019.  Riðill Íslands verður leikinn í Moldavíu dagana 16.-26.september.
Clara Sigurðardóttir verður fulltrúi ÍBV í hópnum en Clara er búin að leika mjög vel með meistaraflokki ÍBV í sumar.
Ísland leikur í riðli með Aserbaídjan, Englandi og svo heimastúlkum í Moldavíu.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur