Þrettándagleði ÍBV 2020

03.jan.2020  09:35

Í dag kl. 19:00

 

Gleðilegan Þrettánda

 

Nokkrir punktar fyrir daginn

- hátíðin hefst kl. 19:00 þegar kveikt er á ÍBV kertunum á Molda

- gengið verður Hlíðarveg, upp Illugagötu, niður Höfðaveg og þaðan á Malarvöllinn

- þeir sem að eiga bíla á gönguleiðinni vinsamlegast færið þá af götunum

- ekki er leyfilegt að vera með skotelda í göngunni og uppi á Malarvelli

- öll tröll sem eru á vegum ÍBV íþróttafélags eru innan girðingar upp á velli

- brýnum fyrir unga fólkinu að tröllin eru mörg hver mjög stór og því getur verið mjög hættulegt að hrella þau

- klæðum okkur vel í kvöld því það verður kalt 

Þrettándablaðið er komið út, hægt er að nálgast það í flestum verslunum og sjoppum, einnig er hægt að skoða það rafrænt hér

Hlökkum til að sjá ykkur í göngunni á eftir,

Starfsmenn og sjálfboðaliðar ÍBV íþróttafélags