Clara spilaði með U-19 í gær

29.ágú.2019  13:25

Clara Sigurðardóttir sem á dðgunum var valin í lokahóp U-19 í knattspyrnu lék í gær síðustu 30 mín leiksins er Ísland tapaði fyrir Svíþjóð  3-1 í vináttulandsleik.
Leikið er í Svíþjóð en ferðin er liður í undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM en þar leikur Ísland í riðli með Grikklandi, Kazakstan og Spáni.  
Ísland leikur gegn Noregi síðar í vikunni áður en liðið heldur heim á leið á laugardag.
Clara sem er á yngra ári í þessu landsliði  fær vonandi tækifæri í byrjunarliðinu gegn Noregi.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur