Erlingur B. Richardsson ráðinn íþróttastjóri ÍBV íþróttafélags

23.ágú.2019  14:01
ÍBV íþróttafélag hefur ráðið Erling Birgi Richardsson sem íþróttastjóra félagsins.
Erlingur mun hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins í fótbolta og handbolta.
Íþróttastjóri tekur við störfum af yfirþjálfurum í fótbolta og handbolta og hefur störf á næstu dögum.
 
Erling þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum en Erlingur er með meistargráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands og hefur yfirgripsmikla þekkingu á íþróttum.
 
Samhliða starfi íþróttastjóra mun Erlingur áfram stýra meistaraflokki karla í handbolta og Hollenska karlalandsliðinu í handbolta.
 
Erlingur er boðinn hjartanlega velkominn til starfa og til mikils er vænst af hans störfum.