Herjólfur Ohf

02.apr.2019  07:56

29. mars var undirritaður samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Herjólfs Ohf

Samningur þessi sem er til tveggja ára mun nýtast öllum deildum félagsins vel og það er von okkar að undirskrift þessi sé byrjunin á góðu og farsælu samstarfi þessara tveggja aðila. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs Ohf og Unnar Hólm Ólafsson skrifuðu undir þennan samning í íþróttahúsinu um helgina þar sem fór fram meistaraflokksleikur hjá stelpunum okkar. Við þetta tilefni afhenti hann Hreggviður Davíðsson Guðbjarti 2 fána félagsins.