Eyþór Orri á æfingar hjá U-16 KSÍ

19.okt.2018  08:45

Davíð Snorri Jónsson þjálfari U-16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið úrtakshóp  sem æfir saman helgina 26.-28.okt í Reykjavík.  Davíð valdi Eyþór Orra Ómarsson í hópinn en Eyþór hefur átt fast sæti þar undanfarið.  Eyþór hefur átt afar farsælt ár en í sumar varð hann yngsti leikmaður frá upphafi til að leika í meistaraflokki í úrvalsdeild.

ÍBV óskar Eyþóri Orra innilega til hamingju með þennan árangur