Nokkrir punktar frá Þjóhátíðarnefnd

02.ágú.2018  11:16

 

- Drónar verða ekki leyfðir í Herjólfsdal frá kl. 13 föstudaginn 3. ágúst til mánudagsins 6. ágúst. Nokkrir Drónar verða að störfum í Dalnum á vegum Þjóðhátíðarnefndar.

 

- Stórir hátalarar eru ekki leyfilegir á hátíðarsvæðinu. Þetta er gert til að viðhalda þeirri góðu stemmningu sem verið hefur í hústjöldunum (notum söngröddina og gítarinn).

 

- Bekkjabílar á vegum Þjóðhátíðar munu ganga eftirfarandi leið:

Frá Herjólfsdal, niður Heiðarveg,  austur Strandveg, upp Kirkjuveg, fram hjá Goðahrauni og enda í Herjólfsdal. Á ákveðnum tímum mun hann fara öfugan hring.

 

- Fólki er bent á að nýta bílastæði við Íþróttamiðstöðina yfir daginn. Boðið verður uppá almennar sætaferðir frá Íþróttamiðstöðinni á eftirfarandi tímum:

        Föstudagur

                Í Dalinn 13:45-14:15

                Úr Dalnum 17:30

        Laugardagur

                Í Dalinn 14:45-15:15

                Úr Dalnum 17:00

        Sunnudagur

                Í Dalinn 14:15-14:45

                Úr Dalnum 17:00

Athugið að nauðsynlegt er að hafa sótt armband til að nýta þessa þjónustu.

         

- Hátíðin verður sett föstudaginn 3. ágúst kl. 14:30.

 

- Stefnt er að því að gera stutt kaffihlé eftir setningu áður en barnadagskráin hefst.

 

- Fimleikafélagið Rán sem hefur verið hluti af dagskrá hátíðarinnar í all mörg ár við setninguna verður nú með sína sýningu sunnudaginn 5. ágúst.

 

- Barnadagskráin laugardaginn 4. ágúst hefst kl. 15:30 vegna leiks ÍBV og Fylkis sem er á Hásteinsvelli kl. 13:30

 

- Talsmaður þjóðhátíðarnefndar er Jónas Guðbjörn Jónsson en með honum í nefndinni sitja

     Dóra Björk Gunnarsdóttir formaður

     Arnar Richardsson

     Birgir Guðjónsson

     Guðjón Gunnsteinsson

     Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

     Sigurjón Viðarsson

 

- Búslóðafluttningar eru á eftirfarandi tímum:

Fimmtudaginn 2. ágúst 11:30 til 15:00 og 17:30 til 20:00

Föstudaginn 3. ágúst  9:00 til 11:30

Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.

 

- Að lokum er hér hægt að kynna sé allar upplýsingar um gæslu hátíðarinnar og afstöðu félagsins gegn ofbeldi

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur í Herjólfsdal á Þjóðhátið 2018

 

Þjóðhátíðarnefnd, starfsfólk og sjálfboðaliðar