Fjórar frá ÍBV í U-16 HSÍ

22.maí.2018  14:54


Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfarar U-16 ára landsliðs Íslands í handbolta hafa valið hóp fyrir European Open í Svíþjóð í byrjun júlí.
Mótið fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 2. – 6. júlí og er íslenska liðið í riðli með Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Azerbaijan.
Þau völdu fjóra leikmenn ÍBV í hóp sinn sem eru þær, Harpa Valey Gylfadóttir, Bríet Ómarsdóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Andrea Gunnlaugsdóttir

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur