Felix Örn og Dagur í æfingahóp U-21 hjá KSÍ

27.feb.2018  08:07

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 landsliðsins í knattspyrnu valdi þá Felix Örn Friðriksson og Dag Austmann í æfingahóp sem kemur saman í Reykjavík um næstu helgi.  Þeir félagar hafa átt fast sæti í þessum hóp og verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu piltum á Hásteinsvelli í sumar.
Þess má til gamans geta að eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson er aðstoðarþjálfari liðsins.

ÍBV óskar þeim Felix Erni og Degi innilega til hamingju með þennan árangur.