Felix Örn Friðriksson hefur leik í dag

14.jan.2018  11:27

Íslenska landsliðið í fótbolta leikur í dag vináttulandsleik gegn Indónesíu og er gaman að segja frá því að eyjapeyjinn Felix Örn Friðriksson er í byrjunarliðinu. Felix lék upp alla yngri flokka félagsins með ÍBV og hefur leikið 8 leiki í Borgunarbikarnum fyrir félagið og 32 leiki í Pepsídeildinni. Felix kom inná sem varamaður í fyrri vináttulandsleiknum sem leikinn var á fimmtudaginn.

Felix Örn er sonur Þóreyjar Svövu Ævarsdóttur og Friðriks Arnar Sæbjörnssonar og er fæddur árið 1999.

ÍBV óskar peyjanum góðs gengis í dag sem og í komandi verkefnum