Clara og Linda Björk á æfingar hjá KSÍ

07.des.2017  11:01

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu valdi tvær stúlkur frá ÍBV í úrtakshópa U-16 og U17 ára landsliðsins sem undirbýr sig af kappi fyrir milliriðla EM.
Jörundur valdi þær Clöru Sigurðardóttur og Lindu Björk Brynjarsdóttur í hópana sem æfa helgina 15-17.desember bæði í Akraneshöll og í Egilshöll.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur