Erlendir UEFA þjálfarar kynntu sér starf ÍBV

02.ágú.2017  09:16

UEFA stendur reglulega fyrir endurmenntun þjálfara er lítur að því að þjálfarar haldi áunnum réttindum sínum.  Á TM mótinu sem ÍBV heldur árlega fyrir stúlkur á aldrinum 11-12.ára mætti UEFA með hóp þjálfara frá Englandi, Tyrklandi og Belgíu.  Hópurinn kynnti sér mótið og allt starf ÍBV. 
Eftir að hópurinn hafði skoðað hvernig mótið fer fram var haldið á Einsa Kalda og snæddur dýrindis hádegisverður.  Að því loknu var haldið í kjallara Hótels Vestmannaeyja þar sem ÍBV hélt fyrirlestur um starf félagsins.  Skemmtilegt var að sjá viðbrögð gesta þegar kom að ferðamáta félagsins yfir vetrarmánuðina og hrifust gestir mjög að hörku og karakter iðkenda ÍBV.
Hópurinn heimsótti tvö önnur félög á landinu áður en haldið var heim á leið.