Einar Kristinn tekur við þjálfun KFS

09.mar.2017  11:24

Í dag undirritaði Einar Kristinn Kárason samning um að þjálfa lið KFS og aðstoðarþjálfun 2.flokks ÍBV.  Einar Kristinn hefur þjálfað  yngri flokka hjá ÍBV undanfarin ár ásamt því að leika með KFS.  Einar Kristinn hefur lagt skóna á hilluna og einbeitir sér að þjálfun.

Hjalti Kristjánsson mun áfram sjá um alla umgjörð liðsins.  Samstarfssamningur var einnig gerður milli KFS og ÍBV um starfið í kringum KFS og 2.flokks ÍBV.

ÁFRAM ÍBV