Sísí Lára í lokahóp A-landsliðsins

20.feb.2017  09:14

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu valdi Sigríði Láru Garðarsdóttur í lokahóp sinn fyrir Algarve Cup sem fram fer í Portúgal dagana 1-8.mars.  Ísland leikur þar fjóra leiki, þann fyrsta gegn Noregi og síðan gegn Japan og Spáni.  Síðasti leikurinn er svo um sæti en í fyrra lék Íslands til úrslita í mótinu.

ÍBV óskar Sísí Láru innilega til hamingju með þennan árangur